Gljákastanía
Gljákastanía er trjátegund skyld hrossakastaníu, en laufið er slétt og gljáandi á glákastaníunni. Það er ekki komin löng reynsla af ræktun hennar hér á landi. Mínar plöntur eru af fræi sem rósaklúbburinn fékk sent frá Kanada. Hún þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Laufið fær gula og bronslita haustliti.