
Hæruölur er náskyldur gráöl og stundum flokkaður sem undirtegund af honum. Hann vex vel í rýrum jarðvegi og þolir bæði töluverðan þurrk og blautan jarðveg.
Mín reynsla af þessari tegund er stutt, en lofar góðu. Hann varð ekki fyrri teljandi skemmdum veturinn 2022-2023, sem var sá harðasti í áratugi hér á Höfuðborgarsvæðinu.