Apatré
Það er leitun að plöntu með eins hvasst yfirbragð og apatréð. Það er alsett þykkum, oddhvössum laufblöðum sem eru dökkgræn og gljáandi. Það á heimkynni í hlíðum Andesfjalla í Argentínu og Síle. Það vex best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, jafnrökum, helst aðeins súrum jarðvegi. Það þrífst merkilega vel hér ef það fær nægilegt skjól. Ég á unga plöntu sem er ekki há í loftinu, en hefur vaxið áfallalaust hingað til.