
Logalauf er lauffellandi runni sem blómstrar hvítum blómum og þroskar svört ber ef veðurfar er nægilega hlýtt. Til þess að eiga möguleika á því þarf það að vaxa á mjög sólríkum, skjólgóðum stað. Í nægilegri sól fær það eldrauða haustliti, en í meiri skugga verða litirnir gulir og appelsínugulir. Kelur lítið.
Hafa einhverjir reynslu af þessum runna?