Sólbroddur
Sólbroddur er þéttur runni, sem verður um 1-1,5 m á hæð. Þyrnarnir eru langir og hvassir, svo hann hentar ekki á staði þar sem líklegt er að rekast í greinarnar þegar fólk á leið framhjá. Hann blómstrar litum, gulum blómum og fær rauða haustliti. Laufið er rauðmengað í jöðrunum og roðnar meira eftir því sem líður á sumarið. Þetta er þokkalega harðgerður runni, en kelur yfirleitt eitthvað.