Logabroddur
'Mystery Fire' er stórkostlega fallegt afbrigði af logabroddi sem er því miður í viðkvæmari kantinum fyrir íslenska veðráttu. Laufið er sígrænt, dökkgrænt á lit og glansandi og minnir mikið á lauf kristþyrnis (Ilex). Blómin eru nokkuð stór, appelsínugul og mörg saman í klasa. Aldinin eru blá ber. Hann þarf sólríkan vaxtarstað og mjög skjólgóðan. Líklega væri öruggast að gefa honum vetrarskýli, a.m.k. fyrstu árin. Hann lifði hjá mér tvö ár, en drapst eftir harðan vetur. Það var mikil eftirsjá af honum og ég væri alveg til í að reyna hann aftur.