Afbrigði af sunnubroddi með purpurarauðu laufi sem blómstrar gulum blómum í júní. Hann er þokkalega harðgerður, en þarf þó sæmilegt skjól til að vaxa vel og dafna. Þó hann þoli svolítinn skugga, verður hann fallegastur á sólríkum stað, því rauði liturinn dofnar í of miklum skugga.
Hver er ykkar reynsla?