Fagursýprus
'Alumigold' er afbrigði af fagursýprus með gulgrænu barri. Hann getur orðið mjög hávaxinn, allt að 15 m, en er mun lágvaxnari hér á landi ef hann lifir á annað borð. Hann þarf sömu skilyrði og önnur afbrigði af fagursýprus, gott skjól og frjóan, vel framræstan, rakan og aðeins súran jarðveg. Ég myndi segja að hálfskuggi henti honum betur en sól hér á landi, því hann getur sólbrunnið illa í frostþurrki, svo það ætti að forðast að velja honum stað þar sem hann er í sterkri morgunsól. Ég keypti þessa plöntu haustið 2019 til að hafa í potti um veturinn, en hann lifði því miður ekki veturinn af. Það að hafa sýprus í potti yfir vetur er besta leiðin til að losna við þá, þeim gengur almennt betur að lifa af ef þeir eru gróðursettir í beð.
Hafið þið reynslu af þessari tegund sem þið viljið deila hér?