Fagursýprus
'White Spot' er lágvaxið afbrigði af fagursýprus með grænu barri og fölgrænum nývexti, sem getur orðið um 2 m erlendis. Hann þarf sömu skilyrði og önnur afbrigði af fagursýprus, gott skjól og frjóan, vel framræstan, rakan og aðeins súran jarðveg. Ég myndi segja að hálfskuggi henti sýprusum betur en sól hér á landi, því hann getur sólbrunnið illa í frostþurrki, svo það ætti að forðast að velja honum stað þar sem hann er í sterkri morgunsól. Ég átti þessa plöntu í nokkur ár, henni hrakaði jafnt og þétt og var alveg farin eftir síðasta vetur (2020-2021). Hefði þurft betra skjól en hún fékk.
Hver er ykkar reynsla af þessari sort?