Körfurunni er sígrænn runni sem á heimkynni syðst á S-Ameríku og á Falklandseyjum. 'Siska' er danskur úrvalsklónn sem útbreiddur í ræktun í Evrópu. Körfurunni líkist nokkuð rósmarín í vaxtarlagi þegar hann stendur ekki blóma. Laufið er striklaga, dökkgrænt og silfrað á neðra borði. Blómin eru aftur á móti alls óskyld, enda tilheyrir körfurunni körfublómaætt. Blómgunin er mismikil á milli ára, en þegar vel árar verður runninn alþakinn hvítum blómum í júní og fram í júlí. Hann vex best í vel framræstum jarðvegi og til að blómgast vel þarf hann sólríkan vaxtarstað.
Hver er ykkar reynsla af þessum sérstæða og fallega runna?