
'Elegantissima' er afbrigði af mjallarhyrni með rauðbrúnum greinum og grágrænu laufi með hvítum jöðrum. Hann fær gyllta haustliti, en skiptir seint um lit, svo hann frýs oftast á meðan laufið er enn grænt. Blómin eru hvít, en hann blómstrar sjaldnast, svo hans aðalsmerki er fagurt laufið. Hann þrífst vel í þokkalega góðu skjóli.
Hafið þið reynslu af þessum fallega runna?