'Sibirica' er afbrigði af mjallarhyrni með hárauðum greinum sem mikil prýði er af yfir vetrarmánuðina. Hann kelur yfirleitt nokkuð og þarf því skjólgóðan vaxtarstað til að halda kali í lágmarki. Hann þarf líka sólríkan vaxtarstað til að ná að blómstra sínum hvítu blómum. Hann vex hægt og eftir því hversu mikið hann kelur getur verið breytilegt hvort hann hækki eða lækki á milli ára. Hann getur fengið fallega haustliti í mildum haustum sem geta verið frá gylltu yfir í rautt.
Hefur einhver reynslu af þessu afbrigði af mjallarhyrni?