Rósastjörnutoppur
'Mont Rose' er afbrigði af stjörnutoppi sem blómstrar bleikum blómum í júlí - ágúst. Hann þarf sólríkan vaxtarstað í þokkalega góðu skjóli fyrir norðanáttinni. Blómstar yfirleitt eitthvað á höfuðborgarsvæðinu, mismikið eftir árferði. Samkvæmt vefsíðu Lystigarðs Akureyrar á hann aðeins erfiðara uppdráttar þar, getur kalið töluvert og blómgun því ekki árviss.