Silfurblað
Silfurblað er fíngerður runni sem getur náð 1 - 1,5 m á hæð. Laufið er silfrað og blómin mjög smá, gul og lítið áberandi. Silfraða laufið er því aðal stáss plöntunnar. Það þrífst best í sól og vel framræstum, sendnum jarðvegi. Það þrífst vel í þokkalega góðu skjóli.