Einir
'Green Carpet' er jarðlægt afbrigði af eini með grænu barri sem verður varla meira en 10 - 15 cm á hæð. Eins og aðrar einitegundir kann hann best við sig sólarmegin í lífinu og þó hann geri ekki miklar jarðvegskröfur vex hann best í vel framræstum, sendnum jarðvegi. Hann er þokkalega harðgerður, en þarf þó skjól fyrir köldum vetrarvindum. Ég hef átt þessa tegund í nokkur ár og hann hefur þrifist ágætlega þrátt fyrir meiri skugga en hann hefði viljað. Hann fór mjög illa síðastliðinn vetur og nánast all barr skemmdist, en það er þó eitthvað lífsmark með honum enn, svo vonandi nær hann sér aftur á strik. Ég flutti hann í fyrra haust á aðeins sólríkari stað, flutningurinn hefur kannski verið áhrifaþáttur í hversu illa leikinn hann var eftir veturinn.
Hver er ykkar reynsla af þessari tegund?