Einir
'Hibernica' er upprétt, súlulaga afbrigði af eini með grágrænu barri. Hann getur líklega orðið um 50 - 150 cm á hæð hér, allt að 4 m í hlýrra loftslagi. Þetta er mjög gamalt afbrigði sem var markaðssett árið 1838. Það hefur því verið lengi í ræktun og er mjög útbreidd og vinsæl garðplanta. Hann þrífst best við sömu skilyrði og aðrar einitegundir, í sól eða hálfskugga í vel framræstum, sendnum jarðvegi. Hann þarf frekar skjólgóðan stað og morgunskugga snemma á vorin. Ég keypti mína plöntu haustið 2019 og hefur hann vaxið hægt, en örugglega. Mjög fallegt planta.
Hver er ykkar reynsla af þessari tegund?