Einir
'Repanda' er jarðlægt afbrigði af eini með grænu barri. Það þrífst best í sól eða hálfskugga í frekar rýrum, sendnum, vel framræstum jarðvegi. Það er ágætlega harðgert, en getur sólbrunnið á vorin í frostþurrki. Það getur því verið betra að gróðursetja hann í morgunskugga. Ég hef átt mína plöntu í meira en áratug og eina skiptið sem hún hefur skemmst að ráði var eftir síðasta vetur (2021).
Hver er ykkar reynsla?