Himalajaeinir
'Blue Carpet' er jarðlægt afbrigði af himalajaeini með blágrænu barri. Það er mjög flatvaxta og verður varla meira en 20 cm á hæð, en getur breitt töluvert úr sér. Hann þrífst best í sól eða hálfskugga í frekar rýrum, sendnum, vel framræstum jarðvegi. Ég hef átt hann í nokkur ár og hann hefur þrifist ágætlega, en hann skemmdist töluvert síðastliðinn vetur, sem fór sérstaklega illa með margar sígrænar barrtegundir. Það gildir því það sama og um aðrar sígrænar tegundir að það getur verið best að planta þeim þar sem þær eru í morgunskugga snemma á vorin.
Hver er ykkar reynsla af þessari tegund?