Himalajaeinir
'Meyeri' er stórvaxið afbrigði af himalajaeini sem getur orðið 1 - 3 m á hæð, en einir er hægvaxta svo það tekur áratugi að ná slíkri hæð. Hann verður mjög breiðvaxinn með tímanum og getur auðveldlega orðið meira en fermeter að umfangi. Hann hefur uppréttan vöxt, með útsveigðar greinar sem eru drúpandi í endann. Barrið er blágrænt. Þetta er nokkuð harðgert afbrigði sem kelur yfirleitt ekki. Hann kýs helst sömu skilyrði og aðrar einitegundir, sól eða hálfskugga og rýran, sendinn, vel framræstan jarðveg, en hann þolir vel skugga og flestar jarðvegsgerðir.
Hver er ykkar reynsla af þessari sort?
Himalajaeinirinn minn 31.1.2022. Hann vex í brekku sem snýr í NV og virðist þrífast alveg ágætlega þrátt fyrir mjög takmarkaða sól.