Síberíulerki
Síberíulerki er stórvaxið skógartré sem getur orðið 20-25 m á hæð hérlendis. Það er því of stórvaxið fyrir heimilisgarða ef það fær að vaxa frjálst, en það er auðvelt að formklippa það. Lerki er ein af fáum ættkvíslum barrtrjáa sem fellir barrið, svo það hefur takmarkað fegurðargildi að vetri til, en það fær mjög fallega, heiðgula haustliti. Lerki vex í sambýli við lerksvepp, sem gerir því kleift að vaxa í rýrum jarðvegi. Það vex best í sól í vel framræstum jarðvegi. Þetta er harðgerð tegund sem er mikið notuð í skógrækt um allt land.
Kvenkönglarnir eru skærbleikir, karlkönglarnir eru gulir.
Hafið þið reynslu af þessari tegund?