Alaskaepli er runni eða smávaxið tré sem blómstrar hvítum blómum í júní. Það vex villt í vestanverðri N-Ameríku frá Kaliforníu og norður til Alaska. Það þarf frekar skjólgóðan vaxtarstað og getur þá þrifist ágætlega. Ég hef átt mína plöntu í rúman áratug og hef enn ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi enn að sjá á því blóm. Við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði vaxa nokkrar plöntur í trjásafni Skógræktarinnar sem blómstra. Ég veit ekki hvort þau hafa náð að þroska aldin, en þá eru smá, á stærð við sólber og verða rauð þegar þau eru þroskuð. Það vex hægt og hefur ekki verið í ræktun nægilega lengi hér á landi til að þekkt sé hversu hávaxið það getur orðið hér.
Hefur einhver reynslu af þessari tegund?