'Rudolph' er fallegt skrauteplayrki sem blómstrar stórum, bleikum blómum. Laufið er bronslitað í fyrstu, en verður svo grænt með aldrinum. Það fær gula haustliti, ef það nær að skipta lit áður en frýs. Aldinin eru rauð, á stærð við sólber, ef þau ná að þroskast á annað borð. Það þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Reynslan af ræktun þess hér á landi er enn takmörkuð.
Hefur einhver hér reynslu af þessari fallegu sort?