Blágreni
Blágreni er hægvaxta grenitegund með blágrænt barr. Það getur náð 20-40 m hæð, en vöxturinn er mjög hægur og nær það ekki fullri stærð fyrr en um 150 ára aldur. Það getur náð allt að 500 - 600 ára aldri. Eins og aðrar grenitegundir er það of stórgert í venjulega heimilisgarða, en hægt er að halda vextinum í skefjum með klippingu eða fella tréð áður en það verður of stórt um sig. Harðgerð tegund sem gerir ekki miklar jarðvegskröfur aðrar en að jarðvegurinn sé hæfilega rakur og djúpur til að það nái góðri rótfestu.