Broddfura
Broddfura er hægvaxta furutegund sem verður yfirleitt um 5 - 10 m á hæð, þó hún geti náð allt að 15 m hæð. Hún er helst til stórvaxin í heimilisgarða ef vöxturinn er óheftur, en með klippingu má halda henni í viðráðanlegri stærð. Barrnálarnar eru dökkgrænar, settar hvítum kvoðuútfellingum, sem eru einkennandi fyrir tegundina. Þetta er harðgerð tegund, sem þrífst best í sól og vel framræstum jarðvegi.