Fjallafura
Fjallafura er vinsæll, sígrænn runni í görðum þar sem hún er harðgerð og hófleg í stærð. Hún getur þó náð 3 m hæð með tímanum og orðið all mikil um sig. Til að halda vextinum þéttum er best að brjóta ofan af öllum nývaxtarsprotum á vorin, þá helst hæðin í skefjum og vöxturinn verður mjög þéttur. Hún vex best í sól og vel framræstum jarðvegi, sem má vera rýr.