
Alpareynir er smávaxið tré sem getur orðið allt að 5-8 m á hæð. Hann blómstrar hvítum blómum í júní og þroskar rauð ber. Haustlitirnir eru gylltir. Harðgerður. Berin eru mikilvæg fæða fyrir þresti og starra og geta enst langt fram á vetur. Getur sáð sér svolítið.