
Dvergreynir er smávaxinn runni sem verður varla hærri en 50 cm á hæð. Hann blómstrar hvítum blómum og þroskar bleik ber. Laufið er dökk grænt og gljáandi og fær rauða og gyllta haustliti. Þolir einhvern skugga, en blómstrar betur og fær sterkari haustliti á sólríkari stað.