Rósareynir er smávaxið tré eða stórgerður runni sem blómstrar ljósbleikum blómum, þroskar bleik ber og fær gyllta og rauða haustliti. Virðist ágætlega harðgerður en það er þolinmæðisverk að rækta hann af fræi, hann blómstrar ekki fyrr en rúmum 10 árum eftir sáningu.
Þessi fallegu bleiku ber birtust í haust á plöntu sem ég sáði fyrir rúmum áratug. Ég missti af blómunum í sumar og tók ekki eftir berjunum fyrr en eftir að laufið var allt fallið.
Hann fær mjög fallega haustliti: