
Sorbus ulleungensis er kenndur við Ulleungdo eyju í S-Kóreu, en það er eini staðurinn þar sem tegundin vex villt. 'Dodong' er yrki sem fékkst upp af fræi í Svíþjóð, sem var safnað á Ulleungdo eyju 1976. Dodong er heiti hafnarinnar á Ulleungdo eyju. Yrkið hefur síðar fengið yrkisheitið 'Olympic Flame' en er þekkt hér á landi undir yrkisheitinu 'Dodong' og jafnvel nefnt dodongreynir. Ulleungreynir hefur einnig verið nefndur pálmareynir sem vísar til pálmalagaðra laufblaða. Haustlitirnir verða sterkastir á sólríkum stað, í skugga verða þeir gylltir og appelsínugulir í meiri skugga eins og sést á myndinni.