Sveigkvistur blómstrar bleikum blómum á útsveigðum greinum. Vaxtarlagið líkist sunnukvisti, en sveigkvistur er heldur nettari. Því miður er hann líka heldur viðkvæmari og þarf mjög skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Ég er með mína plöntu suðaustan megin við hús þar sem hann fær sól frá morgni til kvölds og gott skjól frá húsveggnum, en hann kelur þó alltaf eitthvað.
top of page
bottom of page