Japanskvistur

'Golden Princess' er dvergvaxið afbrigði af japanskvisti með gulgrænu laufi sem er rauðgult í fyrstu. Hann blómstrar dökkbleikum blómum í ágúst - september. Haustlitirnir eru rauðir. Þetta er smávaxið yrki sem nær varla meira en hálfum meter á hæð. Hann kelur yfirleitt eitthvað, mismikið eftir vetrum, svo það þarf að snyrta hann til á vorin. Hann blómstrar á nývöxt, svo klipping kemur ekki niður á blómgun. Hann þarf sólríkan vaxtarstað til að blómstra vel.