Japanskvistur
'Little Princess' er dvergvaxið afbrigði af japanskvisti sem blómstrar bleikum blómum og fær rauða haustliti. Því hættir við kali ef skjólið er takmarkað, en það kemur ekki að mikilli sök, því runninn blómstrar á nývöxt. Hann þrífst best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, frjóum jarðvegi.