Sýrena
'Bríet' er stórvaxin sýrenusort sem getur náð allt að 5 m hæð við góð skilyrði ef hún er ekkert klippt. Hún blómstrar ljósbleikum blómum, sem opnast úr bleikum knúppum með smá laxableikum blæ. Blómstönglarnir eru mjög dökkir sem er flottur kontrast við ljós blómin. Álíka harðgerð og aðrar sýrenur. Þrífst best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, frjóum jarðvegi.