Ýviður
'Fastigiata Robusta' er yrki af ývið með dökkgrænt barr og súlulaga vöxt. Það getur orðið allt að 12 m á hæð erlendis, en óvíst hversu hávaxið það nær að verða hér, þar sem þetta yrki er tiltölulega nýlega komið í ræktun hérlendis. Ég eignaðist mína plöntu árið 2017 og hefur hún vaxið með ágætum og ekki kalið neitt. Hún vex í nábýli við lyngrósir í töluverðum skugga og virðist bara kunna því ágætlega. Ýviður getur líka vaxið í sól í kalkríkum jarðvegi, aðalatriðið er að jarðvegurinn sé frekar vel framræstur.