Ýviður
'Summergold' er yrki af ývið með gulgrænum nývexti sem grænkar með aldrinum. Það vex meira út á við, en upp á við, verður um 50 - 100 cm á hæð og allt að 2 m á breidd. Ég hef átt tvær plöntur í tveimur görðum, báðar hafa þrifist mjög vel og aldrei kalið. Báðar hafa vaxið í töluverðum skugga og ekkert sérstaklega góðu skjóli. Það gildir það sama um þetta yrki og önnur af þessari tegund, þau þrífast best í vel framræstum, en þó jafnrökum jarðvegi í sól eða skugga eða eitthvað þar á milli.