Dvergjapansýr
'Nana' er dvergvaxið afbrigði af japansýr sem verður aðeins 50-100 cm á hæð. Það hefur þéttan, uppréttan vöxt með útsveigða, ljósgræna árssprota. Það er hægvaxta og þrífst ágætlega. Það vex vel í sól eða skugga í vel framræstum, jafnrökum jarðvegi. Hann má vera kalkríkur, en það virðist ekki koma að sök ef hann er það ekki.