Kóreulífviður
![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_ebfef815b11d45ed8862ba0f0d7d9f47~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_1742,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_ebfef815b11d45ed8862ba0f0d7d9f47~mv2.jpg)
Kóreulífviður er sjaldgæf sígræn planta sem er bæði sjaldgæf í ræktun og í náttúrunni. Heimkynni hans eru N-Kórea og aðliggjandi svæði í Kína og S-Kóreu þar sem hann er verndaður. Ég fékk mína plöntu í Þöll og er hún af fræi af plöntu sem vex í Hallormsstaðaskógi. Þær plöntur hafa vaxið þar síðan 1954 og þrifist ágætlega. Mín planta hefur gert það líka og vaxið áfallalaust hingað til. Hann vex best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, frjóum, rökum jarðvegi. Minn er í töluverðum skugga og virðist þrífast ágætlega þrátt fyrir sólarleysið.