Kanadalífviður
'Danica' er dvergvaxið yrki af kanadalífviði með kúlulaga vöxt. Það þarf skjólgóðan, frekar sólríkan vaxtarstað í rökum, velframræstum jarðvegi. Ég keypti plöntu af þessu yrki haustið 2019 og lifði það því miður ekki veturinn af. Vaxtarskilyrðin voru ekki alveg ákjósanleg, ég gróðursetti það í pott þar sem næddi helst til mikið um það, svo kannski ekki alveg marktæk tilraun.
Hver er ykkar reynsla af ræktun þessa yrkis?