Marþöll
Marþöll er nokkuð stórvaxið barrtré sem getur orðið um 15 m á hæð í heimkynnum sínum. Í grasagarði Reykjavíkur vex stæðilegt tré sem ég gæti trúað að sé komið vel yfir 10 m hæð. Þetta er afskaplega þokkafullt tré með mjúkt yfirbrað. Barrið er mjúkt viðkomu og greinaendarnir og toppsprotar eru slútandi. Ég hef lengi haft það á stefnuskránni að eignast eintak af þessari tegund, en það hefur ekki orðið að veruleika enn. Marþöll þrífst best í góðu skjóli innan um stærri tré. Hún er því töluvert skuggþolin, sérstaklega ungar plöntur. Hún þarf jafnrakan jarðveg sem er í súrari kantinum, þallir þola ekki kalkríkan jarðveg. Jarðvegurinn má þó ekki vera vatnssósa, hann þarf að vera vel framræstur og frjór með háu hlutfalli af lífrænum efnum (hugsið safnhaugamold).