Lambarunni
Lambarunni er stórgerður runni, sem verður stundum eins og lítið tré í vextinum. Laufið er grágrænt í fyrstu en verður svo grænt. Blómknúpparnir birtast strax við laufgun og blómin springa út í lok maí - júní eftir veðurfari. Þau eru smá, kremhvít í sveip. Haustlitir eru gulir og purpurarauðir. Hann vex best í sól eða hálfskugga í aðeins rökum jarðvegi. Hefur reynst ágætlega harðgerður hjá mér, blómstrar árvisst og kelur lítið þar sem hann vex á lóðarmörkum í þokkalegu, en ekki algjöru, skjóli.