Úlfarunni
'Pohjan Neito' er afbrigði af úlfarunna sem blómstrar hvelfdum kolli af stórum hvítum blómum. Blóm úlfarunna eru smá, í flötum sveip, umlukin kransi af stórum, ófrjóum blómum. 'Pohjan Neito' blómstrar eingöngu þessum stóru, ófrjóu blómum, svo hann þroskar ekki fræ. Laufið fær gula og rauðgula haustliti.
Hann þarf sólríkan vaxtarstað í þokkalegu skjóli til að blómstra vel.