Garðaflóran
Umfjöllun um garðplöntur á Íslandi
Eitt af markmiðum Garðaflóru er að auka þekkingu og áhuga á garðrækt með því að safna saman upplýsingum um garðplöntur í ræktun á Íslandi og miðla þeim á aðgengilegan hátt.
Á vefsíðunni er nú þegar komið mikið safn upplýsinga um garðplöntur en það eru takmörk fyrir því hvað ein manneskja getur ræktað margar tegundir plantna í einkagarði. Ef fleiri hjálpast að getum við saman skapað upplýsingabanka sem getur nýst öllum þeim sem hafa áhuga á að rækta garðinn sinn og auka tegundafjöldann í íslenskri garðaflóru.
Ertu með?
Á hverri plöntusíðu er hnappur með tengli yfir á garðaspjallið þar sem hægt er að setja inn myndir og deila reynslu af ræktun þeirrar plöntu sem fjallað er um á þeirri síðu.
Einnig er hægt að skrá inn upplýsingar fyrir nýjar plöntur sem ekki er fjallað um á síðunni með því að smella á hnappinn hér að neðan.
ATH. !!!
Þessi hluti vefsíðunnar er upplýsingasíða.
Eingöngu þær plöntur sem er að finna undir Verslun eru til sölu hjá Garðaflóru.