


Sígrænir runnar eru dulfrævingar sem bera áberandi og oft litskrúðug blóm, en fella ekki laufið á haustin.
Flestar tegundir sem fjallað er um hér tilheyra lyngætt.
Lyngrósir og aðrar plöntur lyngættar eiga það sameiginlegt að þrífast best í myldnum, frekar súrum jarðvegi með jöfnum raka

Calluna - Beitilyng
Beitilyng er eina tegund ættkvíslarinnar Calluna í lyngætt, Ericaceae, með heimkynni víða um Evrópu og Litlu-Asíu. Fjöldi yrkja með breytilegan blómlit og lauflit er ræktaður í görðum.
-
Calluna vulgaris - beitilyng

Erica - Lyng
Ættkvíslin Erica, lyng, er stór ættkvísl um 800 tegunda í lyngætt, Ericaeae. Stærsta útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er í S-Afríku, en einnig víðar um Afríku og Evrópu.
-
Erica cinerea - grályng
-
'Tobi'
-
-
Erica carnea - vorlyng
-
'Rosalie'
-
-
Erica tetracalyx - klukkulyng
-
'Alba Mollis'
-

Gaultheria - Deslyng
Ættkvíslin Gaultheria, deslyng, er nokkuð stór ættkvísl um 135 tegunda í lyngætt, Ericaeae. Þetta eru sígrænir runnar með heimkynni í Asíu, Ástralíu og N- og S-Ameríku. Tegundir með útbreiðslu á suðurhveli voru áður flokkaðar í sér ættkvísl, Pernettya, en hafa nú verið flokkaðar með deslyngi. Blómin geta verið hvít eða bleik, bjöllulaga.
-
Gaultheria procumbens - skriðdeslyng

Kalmia - Sveiplyng
Sveiplyng, Kalmia, er lítil ættkvísl um 10 tegunda í lyngætt, Ericaceae, með heimkynni í N-Ameríku. Laufið er eitrað og getur valdið eitrunum hjá búfé. Blómin geta verið hvít, bleik eða purpuralit.

Rhododendron - Lyngrósir (róslyng)
Ættkvíslin Rhododendron er feiknastór ættkvísl yfir 1000 tegunda í lyngætt, Ericaceae sem flestar eiga heimkynni í Asíu en nokkrar í N-Ameríku. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir runnar með stór blóm í öllum litum litrófsins nema hreinbláum.
-
Rhododendron
-
Rhododendron catawbiense - dröfnuróslyng
-
Rhododendron impeditum
-
'Azurika'
-
-
Rhododendron yakushimanum - tindalyngrós
Sneplur eru sígrænir runnar ættaðir frá Nýja-Sjálandi. Þær þrífast best á sólríkum, skjólgóðum stað í vel framræstum jarðvegi.

Hebe - Sneplur
Ættkvíslin Hebe, sneplur, er ættkvísl um 90 tegunda í græðisúruætt, Plantaginaceae. Helsta útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er Nýja-Sjáland en einnig eru tegundir með heimkynni í S-Ameríku. Ættkvíslin er náksyld deplum, Veronica, og vilja sumir grasafræðingar flokka Hebe með þeim.
-
Hebe ochracea - þráðsnepla
-
'James Sterling'
-
-
Hebe odora - ilmsnepla
-
Hebe pinguifolia - safasnepla
-
'Sutherlandii'
-
