Hér er fjallað um lauftré og runna sem fella laufið að hausti og bera áberandi blóm.
Aesculus - Hrossakastanía
Ættkvíslin Aesculus, hrossakastaníur, tilheyrir sápuberjaætt, Sapindaceae. Um 20 tegundir tilheyra ættkvíslinni sem eiga heimkynni í N-Ameríku og Evrasíu. Einkenni ættkvíslarinnar eru fingruð laufblöð, hvít eða bleik blóm í stórum píramídalaga skúfum og hnöttótt aldin sem geta verið með eða án gadda. Tegundir ættkvíslarinnar eru eitraðar.
Amelanchier - Amall
Amelanchier, amall, er lítil ættkvísl um 20 tegunda í rósaætt, Rosaceae, með útbreiðslu um tempruð belti N-Ameríku, Evrópu og Asíu. Mestur tegundafjöldi vex í N-Ameríku. Þetta eru tré eða runnar með fínlegu laufi, klösum af hvítum blómum og sumar tegundir bera æt ber.
Aronia - Logalauf
Ættkvíslin Aronia, logalauf, er lítil ættkvísl þriggja tegunda í rósaætt, Rosaceae, sem allar eiga heimkynni í austanverðri N-Ameríku. Þetta eru lauffellandi runnar sem blómstra hvítum blómum og þroska æt ber.
Berberis - Broddar
Ættkvíslin Berberis, broddar, er stór ættkvísl hátt í 200 tegunda í mítursætt, Berberidaceae, með útbreiðslu um tempruð og heittempruð belti jarðar. Mestur tegundafjöldi er í S-Ameríku, Afríku og Asíu. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir, þyrnóttir runnar sem bera lítil gul eða appelsínugul blóm.
-
Berberis x bidentata (B. lologensis) - logabroddur
-
Berberis x ottawensis - sunnubroddur
Chaenomeles - Eldrunnar
Ættkvíslin Chaenomeles, eldrunnar, í rósaætt, Rosaceae, telur aðeins þrjár tegundir sem allar eiga heimkynni í A-Asíu. Þeir blómstra allir appelsínugulum eða rauðum blómum fyrir laufgun og eru þeir því mjög áberandi á vorin.
-
Chaenomeles japonica - dvergeldrunni, dvergroðarunni, litli eldrunni
-
Chaenomeles x superba - eldþyrnirunni
Chiliotrichum - Körfurunnar
Ættkvíslin Chiliotrichum , körfurunnar, er lítil ættkvísl fjögurra tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, sem allar eiga heimkynni sunnarlega í S-Ameríku, í Argentínu og Chile. Þetta eru runnar með striklaga gráleitt lauf og hvít körfublóm.
-
Chiliotrichum diffusum - körfurunni
Cornus - Hyrnar
Ættkvíslin Cornus, hyrnar, er ættkvísl um 30-60 tegundir í skollabersætt, Cornaceae með útbreiðslu um nyrðra tempraða beltið. Þær tegundir sem vaxa hér bera lítil hvít blóm í klösum en suðlægari tegundir blómstra margar stórum hvítum blómum sem setja mikinn svip á umhverfið á vorin.
-
Cornus alba - mjallarhyrnir
-
Cornus sanguinea - dreyrahyrnir
Cotoneaster - Misplar
Ættkvíslin Cotoneaster, misplar, er ættkvísl í rósaætt, Rosaceae með útbreiðslu um tempruðubelti Evrasíu. Tegundafjöldi er mjög breytilegur, frá um 70 til 300 eftir því hvernig tegundir eru skilgreindar. Mestur tegundafjöldi er í fjöllum SV-Kína og Himalajafjöllum. Flestar tegundir eru runnar, jarðlægar tegundir vaxa hátt til fjalla, hærri runnar nær sjávarmáli.
-
Cotoneaster adpressus - skriðmispill
-
Cotoneaster congestus - kúlumispill/slútmispill
-
Cotoneaster lucidus - gljámispill
-
Cotoneaster x suecicus - breiðumispill
-
'Skogholm'
-
-
Cotoneaster purpureus - purpuramispill
-
'Variegatus'
-
Crataegus - Þyrnar
Þyrnar, Crataegus, er stór ættkvísl í rósaætt, Rosaceae, með hátt í 200 tegundum með útbreiðslu um tempraðabelti Evrasíu og N-Ameríku, þar sem mestur tegundafjöldi er.
Þetta eru tré eða runnar, oft þyrnóttir sem bera hvít eða bleik blóm í klösum og þroska ber sem eru mikilvæg fæða fyrir dýralíf á þeim svæðum sem þau vaxa villt.
-
Crataegus douglasii - dögglingsþyrnir
-
Crataegus laevigata - hvítþyrnir
-
'Paul's Scarlet'
-
Cytisus - Sópar
Sópar, Cytisus, er ættkvísl um 50 tegunda í ertublómaætt, Fabaceae. Heimkynni ættkvíslarinnar eru kjarrlendi í Evrópu, N-Afríku og vestanverðri Asíu. Þetta eru runnar með þéttar, grænar, uppréttar greinar, smátt lauf og blóm í gulum, rauðum eða rósrauðum litatónum sem þekja runnana á meðan á blómgun stendur.
-
Cytisus scoparius - gullsópur
Daphne - Sprotar
Ættkvíslin Daphne, sprotar, tilheyrir týsblómaætt, Thymelaeaceae. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar nær yfir hluta af Asíu, Evrópu og N-Afríku. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir runnar, margir jarðlægir, sem blómstra margir síðvetrar eða snemma á vorin. Blómin eru smá, án krónublaða, grænleit, hvít eða bleik. Berin eru baneitruð.
-
Daphne alpina - fjallasproti
-
Daphne mezereum - töfrasproti, töfratré
-
f. alba
-
Deutzia - Stjörnutoppar
Stjörnutoppar, Deutzia, er ættkvísl um 50 tegunda í hindarblómaætt, Hydrageaceae. Helsta útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er í Kína, einhverjar tegundir vaxa líka villtar í Mið-Ameríku, Evrópu og víðar í Mið- og Austur-Asíu. Runnar með hvítum eða bleikum blómum í skúfum.
-
Deutzia x hybrida- stjörnutoppur (stjörnuhrjúfur)
-
Deutzia scabra - ilmstjörnutoppur
-
'Plena'
-
Forsythia - Vorgull
Forsythia, vorgull, er ættkvísl um 11 tegunda í smjörviðarætt, Oleaceae, sem allar eiga heimkynni í Asíu, utan ein sem vex í SA-Evrópu. Þetta eru gulblómstrandi runnar sem blómstra á vorin fyrir laufgun og setja mikinn svip á umhverfið á meðan á blómgun stendur.
-
Forsythia ovata - vorgull
Holodiscus - Rjómaviður
Ættkvíslin Holodiscus tilheyrir rósaætt, Rosaceae og telur um 10 tegundir sem allar eiga heimkynni í N- og S-Ameríku. Runnar sem blómstra litlum, hvítum blómum í löngum, hangandi klösum.
Laburnum - Gullregn
Ættkvíslin Laburnum, gullregn, tilheyrir ertublómaætt, Fabaceae. Aðeins tvær tegundir tilheyra ættkvíslinni og eiga báðar heimkynni í fjöllum S-Evrópu. Þetta eru lítil tré með þrífingruðum laufblöðum og löngum, hangandi klösum af gulum blómum. Plönturnar eru mjög eitraðar.
-
Laburnum alpinum - fjallagullregn
-
Laburnum x watereri - blendingsgullregn
-
'Vossii' - garðagullregn
-
Lonicera - Toppar
Toppar, Lonicera, er stór ættkvísl í geitblaðsætt, Caprifoliaceae. Um 180 tegundir tilheyra ættkvíslinni með heimkynni víða á norðurhveli, með mestan tegundafjölda í Kína. Flestar tegundir ættkvíslarinnar eru klifurplöntur, en flestar tegundir sem ræktaðar eru hér á landi eru runnar. Blómin geta verið hvít, gul, bleik eða rauð, klukkulaga og standa oftast tvö saman.
-
Lonicera caerulea - blátoppur
-
Lonicera deflexicalyx - gultoppur
-
var. xerocalyx - sveigtoppur
-
-
Lonicera involucrata - glótoppur
-
'Kera'
-
-
Lonicera pileata - vetrartoppur
-
Lonicera spinosa - skriðtoppur
Malus - Epli
Epli, Malus, er ættkvísl um 30-50 tegunda í rósaætt, Rosaceae, með útbreiðslu víða um tempraða beltið á norðurhveli. Matarepli, Malus pumila, tilheyra ættkvíslinni, aðrar tegundir eru ræktaðar til skrauts. Eplategundir eru ekki sjálffrjóvgandi, sem þýðir að til að aldin þroskist þarf a.m.k. tvær plöntur.
-
Malus purpurea - purpuraepli
-
Malus sargenti - hrísepli
Philadelphus - Kórónur
Ættkvíslin Philadelphus, kórónur, tilheyrir hindarblómaætt, Hydrangeaceae. Um 60 tegundir runna tilheyra ættkvíslinni með heimkynni í N- og Mið-Ameríku, Asíu og SA-Evrópu. Blómin eru hvít og oftast mikið ilmandi.
-
Philadelphus caucasicus - mánakóróna
-
'Aureus'
-
-
Philadelphus coronarius - snækóróna
-
'Þórunn Hyrna'
-
-
Philadelphus lewisii - hærukóróna
-
'Tähtisilmä'
-
-
Philadelphus x virginalis
-
'Minnesota Snowflake'
-
Physocarpus - Garðakvistill
Physocarpus, garðakvistill, er ættkvísl um 6-20 tegunda í rósaætt, Rosaceae. Aðalútbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er N-Ameríka, en ein tegund vex í NA-Asíu. Þetta eru sumargrænir runnar með handskiptu laufi og skúfum af litlum hvítum eða bleikum blómum.
Potentilla - Murur
Ættkvíslin Potentilla, murur, tilheyrir rósaætt, Rosaceae, og telur yfir 300 tegundir sem flestar eru jurtkenndar. Nokkrar eru þó runnar og ein þeirra, runnamura, er vinsæl garðplanta hér.
-
Potentilla fruticosa - runnamura
Prunus - Heggur
Ættkvíslin Prunus, heggir, tilheyrir rósaætt, Rosaceae og telur um 430 tegundir með útbreiðslu víða á norðurhveli. Ættkvíslinni tilheyra mörg vinsæl ávaxtatré, s.s. kirsuber, plómur, ferskjur, apríkósur og möndlur. Þetta eru smávaxin tré sem blómstra oftast fyrir laufgun, hvítum eða bleikum blómum.
-
Prunus kurilensis- kúrileyjakirsi
-
Prunus padus - heggur
-
Prunus virginiana - virginíuheggur
Ribes - Rifs
Rifs, Ribes, er ættkvísl í garðaberjaætt, Grossulariaceae, með heimkynni víða um tempraða belti norðurhvels. Rifsber og sólber eru nytjapöntur sem tilheyra ættkvíslinni, en fjöldi tegunda er ræktaður sem skrautrunnar.
-
Ribes alpinum - alparifs
-
'Lára'
-
Sambucus - Yllir
Ættkvíslin Sambucus, yllir, á heimkynni víða um tempruðu og heittempruðu beltin. Ættkvíslin tilheyrði áður geitblaðsætt, Capryfoliaceae, en hefur nú verið færð í ættina Adoxaceae. Ylliber eru eitruð hrá, en bæði blóm og soðin ber eru notuð í matreiðslu.
Sorbaria - Reyniblaðka
Ættkvíslin Sorbaria, reyniblöðkur, er ættkvísl 9 tegunda í rósaætt, Rosaceae sem flestar eiga heimkynni í A-Asíu. Laufið er fjaðrað og minnir á lauf reyniplantna og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Þær blómstra litlum hvítum blómum í skúfum sem eru endastæðir á árssprotunum.
Sorbus - Reynir
Ættkvíslin Sorbus, reyniviðir, er stór ættkvísl um 100-200 tegunda í rósaætt, Rosaceae með heimkynni á norðurhveli. Ein tegund, reyniviður, er innlend. Sumir grasafræðingar vilja skipta ættkvíslinni upp í fjórar ættkvíslir eftir lögun laufblaða og aldingerð. Eru þá tegundir með fjaðrað lauf áfram í Sorbus en tegundir með heil lauf í ættkvíslinni Aria. Verður þeirri skiptingu ekki fylgt hér.
-
Sorbus aria - seljureynir
-
Sorbus ulleungensis - pálmareynir/ulleungreynir
-
Sorbus vilmorinii - kínareynir
Spiraea - Kvistir
Kvistir, Spiraea, er ættkvíslu um 80-100 tegunda runna í rósaætt, Rosaceae, með heimkynni um nyrðra tempraðabeltið. Mestur tegundafjöldi vex í Asíu austanverðri. Kvistar blómstra hvítum eða bleikum blómum í skúf eða breiðum klasa.
-
Spiraea x cinerea - grákvistur
-
'Greifsheim'
-
-
Spiraea nipponica - sunnukvistur
-
Spiraea sargentiana - slæðukvistur
-
Spiraea sp. - sigurkvistur
-
Spiraea trilobata - síberíukvistur
Symphoricarpos - Snjóber
Snjóber, Symphoricarpos, er lítil ættkvísl um 15 tegunda í geitblaðsætt, Caprifoliaceae. Aðalútbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er N- og Mið-Ameríka, en ein tegund vex í Kína. Fræðiheitið er dregið af grísku orðunum symphorein sem þýðir að standa þétt og karpos sem þýðir aldin og vísar það til þess hve berin standa þétt saman. Þau eru helsta skraut plöntunnar og geta verið hvít, bleik, rauð eða svarblá og hanga á runnunum fram á vetur. Blómin eru smá, grænhvít eða bleik.
-
Symphoricarpos albus - snjóber
-
'Svanhvít'
-
-
Symphoricarpos x doorenbosii
-
'Marleen'
-
Syringa - Sýrenur
Sýrenur, Syringa, er lítl ættkvísl um 12 tegunda í smjörviðarætt, Oleaceae, sem vaxa villtar í kjarrlendi og skógum með útbreiðslusvæði frá SA-Evrópu til A-Asíu. Þetta eru lítil tré eða runnar sem bera lítil, pípulaga blóm í samsettum klösum. Þau geta verið hvít, bleik, lillablá eða purpuralit, oft mikið ilmandi.
-
Syringa x prestoniae - fagursírena
-
'Royalty' - kóngasírena
-
Syringa josikaea - gljásírena
-
'Holger'
-
-
Syringa reflexa - bogsírena
-
Syringa tomentella - fölvasírena
-
Syringa x henryi - þokkasírena
-
Syringa yunnanensis - júnísírena
-
Syringa wolfii - bjarmasírena
-
'Valkyrja'
-
Viburnum - Úlfarunni
Ættkvíslin Viburnum, úlfarunnar, telur um 150-175 tegundir með útbreiðslu um tempraðabeltið á norðurhveli. Hún var áður flokkuð í geitblaðsætt, Caprifoliaceae en hefur nú verið flutt í ættina Adoxaceae. Blómin eru lítil í klasa, hvít eða bleik. Hjá sumum tegundum er krans af stærri ófrjóum blómum í útjaðri blómaklasans sem þjóna þeim tilgangi að draga að skordýr.
-
Viburnum carlesii - anganrunni
-
'Aurora'
-
-
Viburnum edule - bersarunni
-
'Funi'
-
Weigela - Klukkurunnar
Ættkvíslin Weigela, klukkurunnar, tilheyrir geitblaðsætt, Caprifoliaceae. Allar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í austur Asíu. Eins og nafn ættkvíslarinnar ber með sér eru blómin klukkulaga, nokkur saman, hvít, gul, bleik eða rauð.
-
Weigela florida - klukkurunni (roðaklukkurós)
-
'Bristol Snowflake'
-
-
Weigela middendorfiana - gullklukkurunni