top of page
Marble Surface

I

Iberis saxatilis
Iberis - Kragablóm
 

Kragablóm, Iberis, er ættkvísl um 50 tegunda í krossblómaætt, Brassicaceae, sem flestar vaxa í kringum Miðjarðarhafið. Þær tegundir sem geta þrifist hér þurfa vel framræstan og sólríkan vaxtarstað og henta því vel í steinhæðir.

 

Iberis saxatilis
Iliamna - Bjarmar
 

Iliamna, bjarmar, er lítil ættkvísl um 7 líkra tegunda með heimkynni í N-Ameríku. Ættkvíslin virðist nefnd eftir Iliamna vatni í Alaska, þrátt fyrir að engin tegund ættkvíslarinnar vaxi þar. Þetta eru fallegar, hávaxnar plöntur með klasa af blómum sem líkjast stokkrósum, enda tilheyrir ættkvíslin stokkrósarætt (Malvaceaea).

 

Incarvillea mairei
Incarvillea - Garðaglóðir
 

Garðaglóðir, Incarvillea, er lítil ættkvísl um 16 tegunda í trjálúðraætt, Bignoniaceae. Ólíkt flestum öðrum tegundum ættarinnar sem vaxa í hitabeltinu, vaxa flestar tegundir garðaglóða hátt í Himalajafjöllum og í Tíbet.

 

Incarvillea mairei
Inula - Sunnufíflar
 

Sunnufíflar, Inula, er nokkuð stór ættkvísl um 90 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í Evrópu, Asíu og Afríku. Þeir eru mjög breytilegir að stærð en eru einkennandi fyrir ættkvíslina, með mörgum, mjög mjóum tungukrónum.

 

Iris setosa
Iris - Sverðliljur
 

Sverðliljur, Iris, er stór ættkvísl hátt í 300 tegunda í sverðliljuætt, Iridaceae. Orðið iris er úr grísku og merkir regnbogi og vísar í litrík blóm ættkvíslarinnar. Nær allar tegundir vaxa um tempraða belti norðurhvels við mjög breytileg skilyrði, frá þurru fjallendi, til engja og mýra.

 

J

Jasione laevis
Jasione - Blákollar
 

Blákollar, Jasione, er lítil ættkvísl í bláklukkuætt , Campanulaceae, með heimkynni í Evrópu. Flestar tegundirnar eru ein- eða tvíærar.

 

J

K

Knautia arvensis
Knautia - Rauðkollar
 

Rauðkollar, Knautia, er ættkvísl 9 tegunda sem áður tilheyrðu stúfuætt en hafa nú verið fluttar í geitblaðsætt, Capryfoliaceae. Ein tegund, rauðkollur, vex villt á Íslandi.

 

K
Marble Surface
bottom of page