M
Malva - Moskusrósir
Moskusrósir, Malva, er ættkvísl um 30 tegunda í stokkrósarætt, Malvaceae, sem eiga heimkynni víða um Evrópu, Asíu og Afríku. Lauf og blóm margra tegunda eru nýtt í matargerð, einkum í Asíu.
Meconopsis - Blásólir
Blásólir, Meconopsis, er ættkvísl um 40 tegunda í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, sem allar utan ein, eiga heimkynni í Himalajafjöllum. Gulsólin vex villt á Bretlandseyjum og þykir nokkuð álitamál hvort hún eigi heima innan ættkvíslarinnar. Himalajategundirnar vaxa hátt til fjalla á rökum engjum með stórvöxnum maríulyklategundum (kínalykilsdeild). Þær eiga því vel saman í görðum þar sem þær kjósa rakan, frjóan jarðveg og skugga part úr degi.
Meum - Bjarnarrót
Bjarnarrót er eina tegund ættkvíslarinnar Meum í sveipjurtaætt, Apiaceae, en hún vex villt í Evrópu.
Mimulus - Apablóm
Apablóm, Mimulus, er nokkuð stór ættkvísl um 150 tegunda sem áður tilheyrðu grímublómaætt, Scrophulariaceae, en tilheyra nú ættinni Phrymaceae. Ættkvíslin dreifist að stærstu leiti um tvö útbreiðslusvæði, annars vegar um vestanverða N-Ameríku og hins vegar um Ástralíu þó örfáar tegundir vaxi á öðrum stöðum. Margar tegundanna, eins og t.d. apablóm, vaxa í rökum og jafnvel blautum jarðvegi.
Minuartia - Nórur
Nórur, Minuartia, eru smávaxnar háfjallaplöntur í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með útbreiðslu um norðanverða Evrópu, Asíu og N-Ameríku.
Myosotis - Munablóm
Munablóm, Myosotis, er ættkvísl í munablómaætt, Boraginaceae. Tegundafjöldi er nokkuð á reiki, en telur a.m.k. 74 viðurkenndar tegundir. Flestar tegundir er að finna á tveimur aðskildum útbreiðslusvæðum. Tegundir í vestanverðri Evrasíu hafa himinblá blóm og tegundir á Nýja-Sjálandi margar hverjar hvít eða gul blóm. Einnig finnast nokkrar tegundir í N- og S-Ameríku. Munablóm eru flest sólelsk og þurrkþolin.
O
Ononis - Þyrniklær
Ononis, þyrniklær, er ættkvísl um 30 tegunda fjölæringa og runna í ertublómaætt, Fabaceae. Þær vaxa villtar í Evrópu. Heiti ættkvíslarinnar á ensku er Restharrow, sem vísar í að stönglar plöntunnar eru nógu sterkir til að stoppa plóg. Íslenska heitið vísar í þyrnana sem eru langir og hvassir.
Oxalis - Súrsmærur
Súrsmærur, Oxalis, er stærsta ættkvísl súrsmæruættar, Oxalidaceae, með um 800 af 900 tegundum ættarinnar. Þær dreifast um allan heim að heimskautum undanskildum með flestar tegundir í Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Fáar tegundir eru nógu harðgerðar til að þrífast hérlendis. Ein tegund, súrsmæra (Oxalis acetocella) vex villt á Íslandi. Hún er friðlýst.
-
Oxalis enneaphylla - mjallarsmæra