top of page
Antirrhinum - Ljónsmunnar
 Antirrhinum - Ljónsmunnar
 

Antirrhinum, ljónsmunnar, er ættkvísl sem áður tilheyrði grímublómaætt, Scrophulariaceae, en hefu nú verið flutt í græðisúruætt, Plantaginaceae. Þetta eru fjölærar plöntur í heimkynnum sínum í S-Evrópu, N-Afríku og N-Ameríku, þar sem þær vaxa í sólbökuðum, grýttum jarðvegi. Á norðlægari slóðum er fjöldi yrkja af ljónsmunna ræktuð sem sumarblóm.

Calendula - Morgunfrúr
Calendula - Morgunfrúr, gullfíflar
 

Calendula, Morgunfrúr, er ættkvísl um 15-20 einærra og fjölærra plantna í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í SV-Asíu og á Miðjarðarhafssvæðinu. Þær hafa verið nýttar sem lækninga- og kryddjurtir.

​​

Chrysanthemum - Prestafíflar(I)
Chrysanthemum - Prestafíflar (I)
 

Chrysanthemum, prestafíflar, er ættkvísl í körfublómaætt, Asteraceae, sem tekið hefur miklum breytingum á undanförnum árum og hefur verið skipt niður í fjölda ættkvísla. Ismelia er ein þeirra, en eina tegund þeirrar ættkvíslar er friggjarbrá sem áður tilheyrði Chrysanthemum ættkvíslinni.

​​​​

  • Chrysanthemum carinatum (nú Ismelia carinata)- friggjarbrá

Convolvulus - Vafklukkur
Convolvulus - Vafklukkur

Convolvulus, vafklukkur, er stór ættkvísl 200-250 tegunda í vafklukkuætt, Convolvulaceae, með útbreiðslusvæði um allan heim. Þetta eru einærar eða fjölærar vafningsplöntu.

​​​​

Cosmos - Brúðarstjörnur
Cosmos - Brúðarstjörnur

Cosmos, brúðarstjörnur, er ættkvísl um 36 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, sem eiga heimkynni í N-Ameríku, flestar í Mexíkó. Nokkrar eru ræktaðar sem sumarblóm.

​​​​​​​

Crepis - Skeggfíflar
Crepis - Skeggfíflar

Crepis, skeggfíflar, er ættkvísl um 200 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, með útbreiðslu víða um norðurhvelið. Ein tegund er ræktuð sem sumarblóm.

​​​​​​​​​

Cynoglossum - Hundtungur
Cynoglossum - Hundatungur

Cynoglossum, hundatungur, er ættkvísl í munablómaætt, Boraginaceae, með útbreiðslu víða um heim.

​​​​​​​​​​​

Dianthus - Drottningablóm

Drottningablóm, Dianthus, er nokkuð stór ættkvísl fjölærra jurta í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, sem margar eru fallegar garðplöntur og er fjallað um þær með fjölærum plöntum. Fjölmörg yrki kínadrottningar eru ræktuð sem sumarblóm.

​​​​​​​​​​​​​

Diascia - Borgardís
Diascia - Borgardís

Diascia er ættkvísl um 70 tegunda í grímublómaætt, Scrophulariaceae, sem flestar eiga heimkynni í S-Afríku.

​​​​​​​​​​​

Dorotheanthus - Hádeisblóm
Dorotheanthus - Hádegisblóm

Hádegisblóm, Dorotheanthus, er lítil ættkvísl í hádegisblómaætt, Aizoaceae, upprunnin í S-Afríku. Þetta eru einærar plöntur, með þykkt lauf og litrík blóm sem opnast í sól. Þau þrífast best í vel framræstum jarðvegi á sólríkum stað. Hádegisblóm tilheyrðu áður ættkvíslinni Mesembryanthemum og eru fræsortir af þeim oft seldar undir því heiti.

Erysimum - Aronsvendir
Erysimum - Aronsvendir

Aronsvendir, Erysimum, er ættkvísl um 180 einærra og fjölærra tegunda í krossblómaætt, Brassicaceae. Fjölærar tegundir eru almennt skammlífar og yfirleitt ræktaðar sem tvíærar plöntur í görðum. Margar tegundir vaxa í þurrum, sólbökuðum jarðvegi.

​​​​​​​​​​​​​

Eschscholzia - Gullbrúður
Eschscholzia - Gullbrúður

Um 12 tegundir einærra og fjölærra jurta tilheyra ættkvíslinni Eschscholzia, gullbrúðum, í draumsóleyjaætt, Papaveraceae. Flestar eiga heimkynni í suðvestanverðri N-Ameríku þar sem þær vaxa í þurrum jarðvegi og þrífast því best á sólríkum stöðum.

​​​​​​​​​​​​​​​

Godetia - Meyjablómi
Godetia/Clarkia - Meyjablómi

Ættkvíslin Godetia, meyjablómar, hefur verið innlimuð í ættkvíslina Clarkia í Onagraceae. Nær allar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í N-Ameríku.

​​​​​​​​​​​​​​​

Helianthus - Sólblóm
Helianthus - Sólblóm

Ættkvíslin Helianthus, sólblóm, tilheyrir körfublómaætt, Asteraceae. Um 70 tegundir tilheyra ættkvíslinni sem allar eiga heimkynni í N- og S-Ameríku. Fjölærar tegundir sólblóma eru ekki vinsælar garðplöntur þar sem þær hafa tilhneigingu til að vera full duglegar að dreifa úr sér.

​​​​​​​​​​​​​​​​​

Helichrysum - Sólargull
Xerochrysum

Xerochrysum er lítil ættkvísl 7 tegunda sem áður tilheyrðu ættkvíslinni Helichrysum í körfublómaætt, Asteraceae. Þær eiga allar heimkynni í Ástralíu.  Einkenni ættkvíslarinnar eru fagurlitar, pappírskenndar körfureifarnar sem eru meira áberandi en blómin sjálf.

​​​​​​​​​​​​​​​​​

Heliotropium
Heliotropium 

Heliotropium er ættkvísl um 250-300 tegunda í munablómaætt, Boraginaceae. Margar tegundir ættkvíslarinnar eru eitraðar.

​​​​​​​​​​​​​​​​​​​

Lathyrus - Villertur
Lathyrus - Villiertur

Villiertur, Lathyrus, er ættkvísl í ertublómaætt, Fabaceae, með heimkynni á tempruðum svæðum. Ein tegund, ilmertur, er vinsælt sumarblóm og er mikill fjöldi yrkja í ræktun.

Lavatera - Aftanroðablóm
Lavatera - Aftanroðablóm

Aftanroðablóm, Lavatera, er ættkvísl um 25 tegunda í stokkrósarætt, Malvaceae, með heimkynni við Miðjarðarhaf, í A-Asíu, N-Ameríku og Ástralíu. 

​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​

Limnanthes - Fenjabóm
Limnanthes - Fenjablóm

Eggjablóm, Limnanthes, er ættkvísl 7 tegunda í fenjablómaætt, Limnanthaceae, sem allar eiga heimkynni á vesturströnd N-Ameríku. Þetta eru einærar plöntur sem vaxa í árstíðarbundnu votlendi.

​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​

Linanthus - Dvergaugu
Linanthus/Leptosiphon - Dvergaugu

Dvergaugu, Linanthus, er ættkvísl einærra og fjölærra plantna í jakobsstigaætt, Polemoniaceae, með útbreiðslusvæði í vestanverðri N-Ameríku og Chile. Ættkvíslinni hefur nýlega verið skipt upp og er nú rúmlega helmingur þeirra tegunda sem tilheyrðu Linanthus ættkvíslinni flokkaðar í ættkvíslina Leptosiphon.

Linaria - Dýragin
Linaria - Dýragin

Dýragin, Linaria, er ættkvísl um 150 tegunda einærra og fjölærra plantna sem tilheyrðu áður grímublómaætt, en hafa nú verið fluttar í græðisúruætt, Plantaginaceae. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er tempruð svæði í Evrópu, Asíu og N-Afríku með mestan tegundafjölda á Miðjarðarhafssvæðinu.

Loblia - Brúðaraugu
Lobelia - Brúðaraugu

Lobelia, brúðaraugu, er stór ættkvísl um 400 tegunda í bláklukkuætt, Campanulaceae. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er víða um hitabeltið og heittempruð svæði. Ein tegund er vinsælt sumarblóm hér á landi.

Matthiola - Skúfjurtir
Matthiola - Skúfjurtir

Skúfjurtir, Matthiola, er ættkvísl um 50 tegunda einærra og fjölærra plantna í krossblómaætt, Brassicaceae. Margar þeirra eru ræktaðar vegna mikið ilmandi blóma. Ein, ilmskúfur, er ræktuð hér sem sumarblóm.

Erythranthe - Apablóm
Erythranthe - Apablóm
áður Mimulus - Trúðablóm

Flestar tegundir sem tilheyrðu ættkvíslinni Mimulus hafa verið fluttar í ættkvíslina Erythranthe og ekki nóg með það heldur hafa þessar ættkvíslir báðar verið fluttar í apablómaætt, Phrymaceae, en þær voru áður flokkaðar í grímublómaætt, Scrophulariaceae. Flestar tegundir ættkvíslarinnar vaxa í rökum jarðvegi og þola því ekki mikinn þurrk.

Nemesi - Fiðrildablóm
Nemesia - Fiðrildablóm

Fiðrildablóm, Nemesia, er ættkvísl einærra og fjölærra jurta og hálfrunna í grímubómaætt, Scrophulariaceae sem vaxa á sendnum ströndum S-Afríku. 

​​

Nemophila - Vinablóm
Nemophila - Vinablóm

 Vinablóm, Nemophila, er ættkvísl einærra, vorblómstrandi jurta í munablómaætt, Boraginaceae, sem allar eiga heimkynni í N-Ameríku, flestar í vestanverðum Bandaríkjunum. 

​​​​

Nicotiana - Tóbaksjurtir
Nicotiana - Tóbaksjurtir

Nicotiana, tobaksjurtir, er ættkvísl 67 tegunda í kartöfluætt, Solanaceae, sem eiga heimkynni í Ameríku, Ástralíu, SV-Afríku og S-Kyrrahafi. Tóbaksjurtin, N. tabacum, er ræktuð víða til tóbaksframleiðslu og nokkrar tegundir og blendingar eru ræktaðar sem skrautjurtir.

​​​​​​

Nigella
Nigella 

Nigella er ættkvísl 18 einærra tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae sem eiga heimkynni í S-Evrópu, N-Afríku og SV-Asíu.

​​​​​​​​

Osteospermum - Sólboði
Osteospermum - Sólboði

Sólboðar, Osteospermum, er ættkvísl um 50 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í Afríku og suðvestanverðum Arabíuskaga. Fjölmörg yrki eru vinsælar garðplöntur, ræktaðar sem sumarblóm.

​​​​​​​​

Papaver - Draumsóleyar
Papaver - Draumsóleyjar

Draumsóleyjar, Papaver, er ættkvísl um 100 tegunda í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, sem vaxa víða í  Evrasíu og nokkrar í N-Ameríku. Þetta eru sólelskar, þurrkþolnar plöntur með djúpa stólparót. ​

Pelargonium - Pelargóníur
Pelargonium - Pelargóníur, mánabrúðir

Pelargonium, pelargóníur, er stór ættkvísl um 200 tegunda í blágresisætt, Geraniaceae. Þetta eru sígrænir fjölæringar eða hálfrunnar með heimkynni á tempruðum svæðum og í hitabeltinu, með mikinn tegundafjölda í sunnanverðri Afríku. Þær þola bæði þurrk og hita, en afar lítið frost og eru því ræktaðar sem sumarblóm. Það er þó auðveldlega hægt að rækta þær sem stofublóm yfir vetrarmánuðina og halda þeim þannig fjölærum.

  • Pelargonium x hortorum - pelargónía, mánabrúður

    • 'Horizon Pink Ice'

  • Pelargonium peltatum​ - hengipelargónía

    • 'Summer Showers Burgundy'​

Petunia - Tóbakshorn
Petunia - Tóbakshorn

Petunia, tóbakshorn, er ættkísl um 35 tegunda í kartöfluætt, Solancaceae, sem allar eiga heimkynni í S-Ameríku. Þær plöntur sem ræktaðar eru í görðum eru yfirleitt blendingar sem eru ræktaðir sem sumarblóm.

Phlox - Ljómar
Phlox - Ljómar

Ljómar, Phlox, er ættkvísl í jakobsstigaætt, Polemoniaceae. Allar tegundir utan ein vaxa í N-Ameríku við mjög breytilegar aðstæður. Sumarljómi er vinsælt sumarblóm og fjöldi yrkja í ræktun.

​​

Rudbeckia - Hattar
Rudbeckia - Hattar

Rudbeckia, hattar, er ættkvísl 25 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, sem allar eiga heimkynni í N-Ameríku. Flestar eru fjölærar en einnig eru nokkrar einærar tegundir í ættkvíslinni. Einkenni ættkvíslarinnar er gular eða rauðgular tungukrónur með brúnum pípukrónum í miðju. Sumarhattur er einær tegund ræktuð sem sumarblóm.

Salvia - Lyfjablóm
Salvia  - Lyfjablóm, salvíur

Lyfjablóm, Salvia, er stærsta ættkvísl varablómaættar, Lamiaceae, með um 1000 tegundum sem vaxa í Evrasíu og Ameríku. Tegundir ættkvíslarinnar skiptast á þrjú útbreiðslusvæði, Mið- og S-Ameríku, Mið-Asíu og Miðjarðarhafssvæðið og austanverða Asíu. Flestar tegundir eru of hitakærar fyrir íslenskt veðurfar en ein hefur svolítið verið ræktuð sem sumarblóm

​​

Suter - Drífur
Sutera  - Drífur

Sutera, drífur, er ættkvísl í grímublómaætt, Scrophulariaceae, með heimkynni í Afríku.

​​

Tagetes - Flauelsjurtir
Tagetes  - Flauelsjurtir

Flauelsjurtir, Tagetes, er ættkvísl í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í N- og S-Ameríku. 

​​​​

Tropaeolum - Skjaldfléttur
Tropaeolum  - Skjaldfléttur

Skjaldfléttur, Tropaeolum, er eina ættkvísl skjaldfléttuættar, Tropaeolaceae. Þær eiga heimkynni í Mið- og S-Ameríku.

​​​​​​

Verbena - Járnurtir
Verbena  - Járnurtir

Járnurtir, Verbena, er ættkvísl 250 einærra og fjölærra tegunda í járnurtaætt, Verbenaceae. Flestar tegundir eiga heimkynni í Ameríku og Asíu.

​​​​

Viola - Fjólur
Viola  - Fjólur

Fjólur, Viola, er stærsta ættkvísl fjóluættar, Violaceae, með mesta útbreiðslu um nyrðra tempraða beltið. Þó vaxa nokkrar tegundir á suðurhveli, t.d. í Andesfjöllum og Ástralíu. Flestar eru lágvaxnar jurtir en örfáar tegundir eru runnkenndar og nokkrar tegundir í Andesfjöllum eru þykkblöðungar. Best þekktar og mest ræktaðar eru stjúpur og fjólur ræktaðar sem sumarblóm.

​​​​​​

Silene - Hjartagrös
Silene  - Hjartagrös

Hjartagrös, Silene, er stærsta ættkvísl hjartagrasaættar, Caryophyllaceae, með útbreiðslu um allan heim, með mestan tegundafjölda á norðurhveli. Hjartagrös vilja vera sólarmegin í  lífinu, ein, glitberi er ræktuð sem sumarblóm.

bottom of page