top of page
Mýrastigi

'Chinook Sunrise'

Nútíma runnarósir (Modern Shrub)

Uppruni

Rumen Conev og Parminderjit Sandhu, Kanada, 2011

fræplanta af ('Astrid Lindgren' x 'Frontenac') x fræplanta af ('Yellow Submarine' x ('Scarlet Meidiland' x 'Frontenac')

Hæð

60-90 cm

Blómlitur

apríkósgulur - bleikur

Blómgerð

einföld

Blómgun

lotublómstrandi, júlí - ágúst

Ilmur

daufur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

takmörkuð reynsla

Rósir sem komið hafa fram á síðustu 100 árum og passa ekki í ofangreinda flokka eru yfirleitt flokkaðar sem nútíma runnarósir.  Þær líkjast oft stórvöxnum terósarblendingum eða klasarósum og flestar líkjast á engan hátt runnum við íslenskar aðstæður.  Þær myndu flestar flokkast sem beðrósir hér.  Sumar eru harðgerðari en fyrrgreindir flokkar nútímarósa og líklegri til að standast íslenskar aðstæður.


Nútíma klifurrósir eru í raun stórvaxnar nútíma runnarósir frekar en eiginlegar klifurrósir.   Þær hafa langar, veikburða greinar sem þurfa stuðning.  Flestar eru lotublómstrandi. Flestar þeirra verða ekki hávaxnar hér á landi og eru því flokkaðar með nútíma runnarósunum hér.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 3a

Nútíma runnarós með einföldum, apríkósugulum blómum.  Hún þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Takmörkuð reynsla.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page