'Maigold'
Nútíma runnarósir (Modern Shrub)
Uppruni
Reimer Kordes, Þýskalandi, 1953
'Poulsen's Pink' (floribunda klasarós) x 'Frühlingstag' (þyrnirósarblendingur)
Hæð
90 cm
Blómlitur
appelsínugulur - fölgulur
Blómgerð
hálffyllt
Blómgun
einblómstrandi, júlí - ágúst
Ilmur
sterkur
Aldin
-
Lauflitur
dökkgrænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
þrífst vel við rétt skilyrði
Rósir sem komið hafa fram á síðustu 100 árum og passa ekki í ofangreinda flokka eru yfirleitt flokkaðar sem nútíma runnarósir. Þær líkjast oft stórvöxnum terósarblendingum eða klasarósum og flestar líkjast á engan hátt runnum við íslenskar aðstæður. Þær myndu flestar flokkast sem beðrósir hér. Sumar eru harðgerðari en fyrrgreindir flokkar nútímarósa og líklegri til að standast íslenskar aðstæður.
Nútíma klifurrósir eru í raun stórvaxnar nútíma runnarósir frekar en eiginlegar klifurrósir. Þær hafa langar, veikburða greinar sem þurfa stuðning. Flestar eru lotublómstrandi. Flestar þeirra verða ekki hávaxnar hér á landi og eru því flokkaðar með nútíma runnarósunum hér.
Erlendir harðgerðiskvarðar:
USDA zone: 6b
Skandinavíski kvarði: H4
Nútíma runnarós með hálffylltum, appelsínugulum blómum sem fölna með aldrinum og verða fölgul með bleikri slikju. Hún þarf sólríkan vaxtarstað í góðu skjóli.