Artemisia stelleriana 'Mori's Strain'
Stjörnumalurt
Stjörnumalurt er steinhæðaplanta sem þrífst best á sólríkum stað í sendnum, vel framræstum jarðvegi. Hún er ræktuð vegna blaðfegurðar, en laufið á þessu yrki í hvítsilfrað. Hún breiðir úr sér og hefur hangandi vöxt ef hún er ræktuð í blómakerjum. Frostþolin, en viðkvæm fyrir vetrarbleytu. Ef hún blómstrar eru blómin smá og ljósgul. Verður um 20 cm á hæð.
Sáningartími: febrúar. Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
10 fræ í pakka